Strandarmótið í knattspyrnu verður haldið laugardaginn 22. júlí en þar keppa krakkar í 7.-8. flokki. Alls koma 14 félög á mótið eru eru 93 lið skráð. Þá er von á 427 keppendum.

Nokkur ný félög sem ekki hafa komið áður eru nú skráð á mótið. Mótið fer fram á Dalvíkurvelli í ár. Keppt verður í 3 manna bolta og 5 manna bolta. Hvert lið fær 6-7 leiki á mótinu og er hver leikur 10 mínútur.

Allir keppendur frá þátttökuverðlaun, mótsgjöf og veitingar að móti loknu.