Samherji á Dalvík réð 40 ungmenni í sumarvinnu í ár sem hafa starfað í vinnsluhúsi Samherja. Sumarstarfsmenn leysa af fastráðið starfsfólk Samherja vegna sumarleyfa.  Að jafnaði eru starfsmenn vinnsluhússins um 120.

Ekki fengu allir vinnu sem sóttu um í ár, en í mörgum tilfellum eru ungmennin sem fá vinnu með reynslu af starfseminni, en inná milli eru líka nýliðar. Reynt er að upplýsa nýtt starfsfólk um verklagsreglur og einnig farið í nýliðafræðslu og öryggismál.

Fjölbreytt störf eru í húsinu, eins og að starfa á frystilínu og raða afurðum í kassa. Ungmennunum finnst mötuneytið gott sem og launin, og er því eftirsótt að komast í sumarvinnu hjá Samherja.

Nánar má lesa á vef Samherja.