4.flokkur kvenna í KF/Dalvík heldur áfram að gera frábæra hluti í Íslandsmótinu í knattspyrnu. Þær gerðu góða ferð suður núna um helgina og léku tvo leiki. Liðið spilaði við Fram í Reykjavík á laugardag þar sem þær unnu 0-5 sigur.
Á sunnudeginum lentu þær svo í hörkuleik við KFR í 24 stiga hita á Hvolsvelli og sýndu mikinn karakter þegar þær lentu 0-2 undir um miðjan seinni hálfleik eftir að staðan var 0-0 í hálfleik,Þær gáfust aldrei upp og uppskáru 2-3 sigur með þremur mörkum á síðustu 10 mínútum leiksins, og kom sigurmarkið á síðustu mínútu leiksins. Liðið tryggði sér þar með sigur í riðlinum þrátt fyrir að einn leikur sé eftir. KFR var í öðru sæti riðilsins fyrir þennan leik og var því um toppslag að ræða.
Þær hafa unnið alla leiki sumarsins í Íslandsmótinu fyrir utan eitt jafntefli og eru taplausar á mótinu. Íslandsmótið klárast svo næstu helgi þegar þær eiga heimaleik við Val, en þær eru í 3. sæti riðilsins. Þar sem þær unnu riðilinn þá fara þær í úrslitakeppni við sigurvegara annara riðla og virkar það eins og bikarkeppni þannig að þær verða að sigra til að komast áfram í næstu umferð.
Í 12. leikjum í riðlinum hefur lið KF/Dalvíkur skorað 59 mörk og fengið aðeins á sig 11 mörk, eða um 1 mark í leik.
Það skýrist að móti loknu í öðrum riðlum hver fyrsti andstæðingur í úrslitakeppninni verður. En vinna þarf þrjá leiki til þess að landa Íslandsmeistaratitlinum.
Virkilega frábært lið og liðsheild sem á bjarta framtíð fyrir sér í knattspyrnunni. Þjálfarar liðsins mega líka vera stoltir af sinni vinnu með hópinn.
Rétt að taka fram að eftir á að færa úrslit helgarinnar inn á síðu KSÍ, en leikskýrslur skila sér almennt seint þar inn og er því erfitt að halda úti nýjum fréttum frá yngri flokkum í knattspyrnu.