Umferðin í september 2011 á 16. völdum talningastöðum á Hringvegi dróst einungis saman um 1,2% m.v. sama mánuð árið 2010. Þetta er næst minnsti samdráttur, sem mælst hefur það sem af er ári, en áður hafði hann minnstur mælst milli júní mánaða eða 0,4%.
Mest dróst umferð saman á Norðurlandi eða 3,9%.  Minnst dróst umferðin saman á Hringvegi við höfuðborgarsvæðið eða 0,7%.
Á einstaka stöðum varð samdrátturinn mestur um Hringveg á Holtavörðuheiði eða 7,7%  en mest jókst umferðin um  Hringveg á Mýrdalssandi eða 4,4%.

Vegagerðin greinir frá.