Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur samið við nýjan leikmann. Það mun vera sóknarmaðurinn Akil Rondel Dexter De Freitas sem verður 37 ára næstkomandi haust. Hann lék síðast með Kormák/Hvöt í 3. deildinni árið 2022 sem lánsmaður, en lék fyrri hluta síðasta sumars með Reyni Sandgerði. Sumarið 2021 lék hann einnig með Kormáki/Hvöt í 4. deild karla. Hann var án liðs árið 2020 en lék með Völsungi árið 2019 í 2. deildinni. Árið 2017-2018 lék hann með Sindra og Vestra.
Hann kemur því með töluverða reynslu af deildarkeppninni á Íslandi. Hann er með skráða 103 leik og 32 mörk á Íslandi.
Áður en hann kom til Íslands lék hann í Finnlandi, Kanada, Litháen og í heimalandinu Trinidad & Tobago. Árið 2011 var hann valinn nýliði ársins í Kanada
Hann er sagður fljótur og tæknilega góður sóknarmaður sem heldur boltanum vel.