Enn eru smitin að aukast á Norðurlandi og núna eru alls 318 í einangrun með covid, þar af 252 á Norðurlandi eystra. Þá eru 482 komnir í sóttkví á Norðurlandi, þar af 429 á Norðurlandi eystra.
Á Siglufirði eru 5 í einangrun og 10 í sóttkví. Aðeins er einn í sóttkví í Ólafsfirði. Þá eru 15 í einangrun í Dalvíkurbyggð og 13 í sóttkví.
Alls eru 39 á sjúkrahúsi og 3 á gjörgæslu. Þá voru 1383 smit innanlands greind í gær.