Það var slegið til stórveislu í tilefni fertugs afmælis Sjómannafélags Ólafsfjarðar og árshátíð Sjómanna á Sjómannadeginum í Ólafsfirði. Um 300 manns eru staddir í íþróttahúsinu í Ólafsfirði, sem er glæsilega skreytt fyrir þennan viðburð.
Mikið fjör og stemning var fyrir borðhaldið og stóð fólk á stólum.
Glæsilegt veisluhlaðborð er frá Bautanum og veislustjórn frá Audda Blöndal og Steinda Jr. Ari Eldjárn kemur einnig fram og Albatross leikur fyrir dansi ásamt Ragnhildi Gísladóttur og Bríet.
Opið ball hefst kl. 23:00 í kvöld.
Frábær dagskrá hefur verið alla helgina og er lokaviðburðir hátíðarinnar í kvöld.
Góða skemmtun í Fjallabyggð!
Ljósmyndir: Atli Rúnar Halldórsson. Birt með góðfúsu leyfi hans.