Þriðji flokkur Knattspyrnufélags Fjallabyggðar tók þátt í  Fjarðaálsmótinu á Reyðarfirði helgina 21-22 apríl. Sjö lið tóku þátt að þessu sinni í þriðja flokki karla í knattspyrnu. KF náði góðum árangri og endaði í 2. sæti, vann fjóra leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði einum leik. Þá skoruðu þeir 11 mörk í þessum 6 leikjum og fengu aðeins á sig tvö mörk sem verður að teljast góður árangur. KF vann Fjarðabyggð1 með einu marki gegn engu, en þeir voru sigurvegarar mótsins og töpuðu aðeins þessum eina leik.

Leiktíminn var 1 x 30 mín (enginn hálfleikur).

Eins og sérst hér á töflunni þá voru það heimamenn í Fjarðabyggð 1 sem unnu mótið og töpuðu aðeins einum leik.

3. flokkur karla
Sæti Lið Leikir U J T Markatala Stig
1 Fjarðabyggð 1 6 5 0 1 20-3 15
2 KF 6 4 1 1 11-2 13
3 Dalvík 6 4 1 1 7-2 13
4 Þór 1 6 4 0 2 12-6 12
5 Völsungur 6 2 0 4 6-5 6
6 Fjarðabyggð 2 6 1 0 5 5-21 3
7 Þór 2 6 0 0 6 2-24 0

Leikir KF á mótinu:

  • KF – Fjarðabyggð1  1-0
  • KF – Þór1  1-2
  • KF – Völsungur 1-0
  • KF – Fjarðabyggð2  3-0
  • KF – Þór2  5-0
  • KF – Dalvík  0-0