Áfram fjölgar þeim sem eru í einangrun og í sóttkví á Norðurlandi á milli daga. Alls eru núna 295 á öllu Norðurlandi í einangrun með Covid, þar af 257 á Norðurlandi eystra. Í Skagafirði eru núna 22 í einangrun og 34 í sóttkví.
Alls eru núna 256 í sóttkví á Norðurlandi, þar af 189 á Norðurlandi eystra.