Talið er að um 29.000 manns hafi sótt Dalvíkurbyggð heim á Fiskidagurinn mikla sem haldinn var hátíðlegur 6. ágúst síðastliðinn. Umferð gekk vel miðað við fjölda. Afar lítið var um árekstra milli fólks í næturlífinu og gekk það nánast áfallalaust þrátt fyrir mikið líf og að margir væru á ferðinni.