Kvennamót Golfklúbbs Fjallabyggðar var haldið í gær á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði. Alls voru 27 konur sem tóku þátt í þessu árlega móti. Keppt var punktakeppni með forgjöf í tveimur flokkum.
Í flokki 28 og lægri:
Í fyrsta sæti með 36 punkta var Hulda Magnúsdóttir frá GKS. Í öðru sæti var Sigríður Guðmundsóttir með 32 punkta. Í þriðja sæti var Marsibil Sigurðardóttir með 32 punkta.
Í flokki 28,1 og hærri:
Í 1. sæti var Guðrún Unnsteinsdóttir frá GFB með 30 punkta. Í 2. sæti var Gígja Kristbjörnsdóttir frá GHD með 29 punkta. Í 3. sæti var Bryndís Þorsteinsdóttir frá GKS með 29 punkta.

