Evanger Sf. mun formlega opna fyrir Hopp rafhlaupahjólaleigu í Fjallabyggð á morgun, miðvikudaginn 19. apríl. Alls verða 25 hjól fyrst um sinn tekin í noktun, og verða 15 á Siglufirði og 10 í Ólafsfirði.

Bæjarstjóri Fjallabyggðar mun taka þátt í þessari formlegu opnun sem verður eftir hádegið á morgun. Þá koma þrír aðilar frá Hopp Reykjavík til að taka þátt í viðburðinum.

Nú verður hægt að skilja bílinn eftir heima og taka sér rafskútu á leigu í Fjallabyggð.

Myndlýsing ekki til staðar.