Bæjarráð hefur samþykkt beiðni stjórnenda Leikaskóla Fjallabyggðar að ráða inn starfsmann til að halda utan um sérkennslu í leikskólanum, iðjuþjálfa,þroskaþjálfa eða leikskólakennara. Málinu var vísað til  endurskoðunar á fjárhagsáætlun í ágúst.  Ef staða bæjarsjóðs og áætlun leyfir þá gæti komið til ráðningar 1. september n.k.

Fræðslunefnd telur rétt að mæla með 30% stöðu fram til áramóta til að sinna sérkennslu. Starfshlutfallið gæti síðan aukast í 50% um áramót. Bæjarstjóri lagði fram upplýsingar um áætlaðan kostnað til áramóta og einnig tillögu að starfslýsingu.