Bólusetning á Akureyri er í fullum gangi en um 200 skammtar komu þangað eftir hádegi í dag. Inga Berglind yfirhjúkrunarfræðingur svæðis á Akureyri tók við bóluefninu. Hjúkrunarfræðingar úr hjúkrunarmóttökunni á Akureyri blönduðu bóluefnið og hjúkrunarfræðingar á Öldrunarheimilum Akureyrar sprautuðu. Jón Torfi yfirlæknir á Akureyri tók það að sér að fara á Grenilund og bólusetja íbúa þar.
Bólusetningu miðar vel áfram.
Frá þessu var greint á vef hsn.is.
Mynd gæti innihaldið: 1 einstaklingur, situr, borð og innanhúss
Mynd: hsn.is