Hopp Tröllaskagi hefur nú komið fyrir 20 Hopp rafskútum á Dalvík og hefst starfsemin þar formlega í dag. Hægt verður að sjá staðsetningu hvers hjóls í Hopp appinu.

Hopp rafskúturnar komu til Fjallabyggðar fyrir ári síðan og hefur þjónustan reynst vel þar.

Nú verður hægt að skilja bílinn eftir heima og taka sér rafskútu á leigu í Dalvíkurbyggð.

Gott að muna að skilja vel við hjólið, svo það trufli ekki gangandi umferð á göngustígum.