Það blés hressilega síðastliðna nótt á Hólum í Hjaltadal en þar fuku um tuttugu bárujárnsplötur af gamla fjósinu og dreifðust út um allt. Starfsmaður Háskólans á Hólum brást fljótt við og safnaði saman bárujárnsplötunum sem höfðu fokið og skellti sér í þakviðgerðir til að festa nokkar sem voru við það að losna.
Frá þessu var greint á samfélagsmiðli Háskólans ásamt myndum sem fylgja fréttinni.