Golfíþróttin á Íslandi nýtur æ meiri vinsælda. Þegar nýjustu tölur golfklúbba eru skoðar þá fjölgaði kylfingum um 9% milli ára eða um rúmlega 2.000 kylfinga á öllum aldri.
Kylfingar á Íslandi hafa aldrei verið fleiri en nú. Þann 1. júlí 2024 voru 26.349 félagsmenn skráðir í golfklúbba víðs vegar um landið. Á Norðurlandi eru skráðir 1902 kylfingar í ár en voru í fyrra 1772. Árið 2020 var þessi fjöldi 1446.
Þetta er í fyrsta sinn sem heildarfjöldi félagsmanna fer yfir 26.000.
Kylfingum sem eru 15 ára og yngri fjölgar um 11% á milli ára en í aldurshópnum 29 ára og yngri var aukningin mest. Kylfingum á aldrinum 16-19 ára fjölgaði um 16% og 20% aukning var í aldurshópnum 20-29 ára.
Í aldurshópnum 70-79 ára var 9% aukning og 14% aukning var í aldurshópnum 80 ára og eldri.
Eftirspurnin í golf á síðustu tvo áratugi hefur verið gríðarleg. Árið 2000 voru 8.500 kylfingar skráðir í golfklúbba landsins.
Golfsambandið er næst stærsta íþróttasambandið innan ÍSÍ með rúmlega 26.000 félaga en Knattspyrnusambandið er fjölmennast með um 29.000 félaga.
Árið 2019 eða fyrir sex árum voru tæplega 17.900 kylfingar skráðir í golfklúbba landsins – og hefur þeim fjölgað um tæplega 8.500 á síðustu fimm árum – sem er 47% aukning.