Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að ganga frá þjónustusamningi við Bolla og bedda ehf. varðandi rekstur á Bókasafni og upplýsingarmiðstöðvar í Ólafsfirði.
Bæjarstjóri Fjallabyggðar lagði fram undirskriftarlista með 173 nöfnum þar sem því er mótmælt að bókasafninu í Ólafsfirði verði lokað og rekstri þess verði breytt.
Bæjarráð Fjallabyggðar telur þó að ekki sé verið að skerða þjónustu við íbúa bæjarfélagsins, þvert á móti gefist tækifæri til að auka hana með samningi við Bolla og bedda ehf.