Í desember síðastliðinn útskrifaðist frá Vermenntaskólanum á Akureyri stærsti hópur pípulagningamanna í sögu skólans og í síðustu viku var komið að lokaáfanganum í námi þeirra sem var sveinspróf í faginu, skriflegt og verklegt próf. Sveinsprófið þreyttu sautján verðandi pípulagningamenn. Í það heila voru gefnir 24 tímar til þess að ljúka prófinu, þar af var skriflegt próf í hálfan annan tíma og verklegt próf í 22,5 tíma.
Skriflega prófið var föstudaginn 3. janúar í VMA en verklegi hluti prófsins fór fram í húsnæði Skútabergs við Krossanesbraut.
Til þess að koma öllum fyrir í húsnæðinu til próftöku var nemendahópnum skipt í tvo hópa.
Prófdómarar voru pípulagnameistararnir Helgi Pálsson sem kom frá Reykjavík og Elías Örn Óskarsson á Akureyri, sem lengi kenndi nemendum í pípulögnum við byggingadeild VMA.