Þjóðhátíðardagur Íslendinga 17. júní er haldinn hátíðlegur með dagskrá í Lystigarðinum á Akureyri og í miðbæ Akureyrar. Hefðbundin hátíðardagskrá í Lystigarðinum hefst klukkan 12.45 með ljúfum tónum Lúðrasveitarinnar á Akureyri undir stjórn Alberto Porro Carmona. Séra Sunna Dóra Möller prestur í Akureyrarkirkju flytur hugvekju og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri flytur hátíðarávarp. Þennan dag sem aðra fánadaga eru bæjarbúar hvattir til að draga fána að húni.
Dagskráin er sem hér segir:
- Kl. 9.00: Boðssigling fyrir eldri borgara með Húna II. Siglt verður frá Torfunefsbryggju.
- Kl. 12.45-13.30: Hátíðardagskrá í Lystigarðinum. Lúðrasveitin á Akureyri spilar undir stjórn Alberto Porro Carmona. Séra Sunna Dóra Möller prestur í Akureyrarkirkju flytur hugvekju. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri flytur hátíðarávarp. Kvennakór Akureyrar syngur undir stjórn Daníels Þorsteinssonar. Agnes Ársælsdóttir, UNG – skáld 2013 flytur eigið ljóð og Hafsteinn Davíðsson sigurvegari í Stóru upplestrarkeppninni les ljóð.
- Kl. 13.30: Skrúðganga úr Lystigarðinum að Ráðhústorgi. Fánaborg Skátafélagsins Klakks og Lúðrasveitin á Akureyri leiða gönguna.
- Kl. 10-18: Shell Bíladagar – hátíðarbílasýning í Boganum. Verð kr. 1.500, frítt fyrir 12 ára og yngri og félagsmenn BA.
- Kl. 11 og 17: Leikhópurinn Lotta í Lystigarðinum sýnir fjölskylduævintýrið Hrói Höttur Miðaverð kr. 1.900.
- Kl. 11 Skíðaganga í Hlíðarfjalli. Gangan hefst við skíðagönguhúsið og margar vegalengdir í boði.
- Kl. 14-16.30: Fjölskyldu- og hátíðardagskrá á Ráðhústorgi. Um kynningu dagskrár sér leikhópurinn Lotta, ávarp fjallkonu og ávarp nýstúdents, Lúðrasveit Akureyrar spilar, Tumi tímalausi, Thunder, Magni Ásgeirsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Gísli rappari, Rósa og Steinunn spila.
- Kl. 14-17: Ratleikur í Skátagilinu.
- Kl. 16: Húni II siglir um Pollinn. Enginn aðgangseyrir. Ferðin tekur 45 mínútur.
- Kl. 20-21: Skátakvöldvaka í skátagilinu.
- Kl. 21-24: Skemmtidagskrá á Ráðhústorgi. Leikhópurinn Lotta sér um að kynna dagskrána. Fram koma tónlistarfólkið Sónus, Lárus og Sindri, Rúnnar Eff og Marína Ósk, Frey Scheving, Atómskáldin, Eyþór og Magni.
- Kl. 23.30: Ráðhústorg – Nýstúdentar Menntaskólans á Akureyri marsera.
Það er Skátafélagið Klakkur sem skipuleggur hátíðarhöldin á Ráðhústorgi.