Sautján nemendur voru brautskráðir frá Menntaskólanum á Tröllaskaga 24. maí. Er það stærsti hópur sem hefur brautskráðst frá skólanum til þessa. Í haust voru 8 stúdentar brautskráðir, svo eftir skólaárið gera þetta 25 nemendur.

Alls hafa 58 nemendur útskrifast frá skólanum en skólinn var fyrst settur árið 2010 og er þetta því 8. útskriftin. Húsnæðið sjálft er orðið of lítið miðað við fjölda nemenda en á vorönn voru 170 nemendur skráðir í nám við skólann, 113 staðnemar en 57 fjarnemar. Hlutföll kynja voru jöfn, 86 stúlkur og konur en 84 piltar og karlmenn. Starfsmenn voru 24.

untitled_panorama1-copy-1 img_4188-copy-1
Myndir frá www.mtr.is