Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra rann út 13. maí síðastliðinn og var þetta í fyrsta skipti sem auglýst var eftir umsóknum úr sjóðnum sem tekur við hlutverki Menningarráðs Eyþings og Vaxtarsamninga Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslu.
Alls bárust 168 umsóknir í Uppbyggingarsjóð. Þar af 93 í verkefnastyrki til menningar, 15 í stofn- og rekstarstyrki menningar og 60 umsóknir bárust í atvinnuþróunar og nýsköpunarhluta sjóðsins.
Stjórn Eyþings skipaði tvö fagráð sem fara yfir umsóknirnar og síðan sérstaka úthlutunarnefnd sem tekur við þeim umsóknum sem fagráðin mæla með.
Greinilegt er að gróska er í menningu og nýsköpun á svæðinu og fjölmargar góðar og áhugverðar umsóknir bárust. Úthlutað verður um 82 milljónum króna í menningar-, nýsköpunar- og atvinnuþróunarverkefni. Úthlutun úr sjóðnum fer fram í júní.