Alþingiskosningar verða laugardaginn 27. apríl. Á kjörskrá í Fjallabyggð eru 787 konur og 807 karlar, eða alls 1594.  Kjörstaðir í Fjallabyggð verða sem fyrr tveir, í Ráðhúsinu á Siglufirði og Menntaskólanum í Ólafsfirði. Kjörfundur hefst kl. 10:00 í báðum kjördeildum og verður slitið eigi síðar en kl. 22:00.