Atvinnuleysi jókst mjög mikið í aprílmánuði á öllu landinu þegar flestir þeirra sem skráðu sig í minnkað starfshlutfall í kjölfar covid faraldursins, eða 33.637 manns alls, komu af fullum þunga inn í atvinnuleysistölur. Heildaratvinnuleysi fór í 17,8% samanlagt á öllu landinu, þ.e. 7,5% atvinnuleysi í almenna bótakerfinu og 10,3% vegna minnkaða starfshlutfallsins. Atvinnuleysið í almenna kerfinu jókst úr 5,7% í 7,5% og vegna minnkaða starfshlutfallsins úr 3,5% í 10,3%.
Í Fjallabyggð mældist atvinnuleysi 15,39% í aprílmánuði og er það samanlögð tala þeirra í almenna bótakerfinu og vegna minnkaða starfshlutfallsins.
Í Dalvíkurbyggð mældist heildaratvinnuleysi 18,28% í aprílmánuði. Á Akureyri voru alls 15,34% heildaratvinnuleysi.
Í Skagafirði mældist heildaratvinnuleysi 8,31% í apríl.
Þetta kemur fram í spá og upplýsingum frá Vinnumálastofnun.