15 nýjar íbúðir við Vallarbraut á Siglufirði eru nú að verða tilbúnar að utan og bíða málunar á inniveggjum. Mikil breyting hefur orðið á þessu horni Túngötu og Þormóðsgötu þegar þessi nýju hús komu upp. Veðurfar setti svip sinn á tímaplan þessara eigna en nú sér fyrir endan á verkefninu.
Húsin við Vallarbraut 2, 4 og 6 eru tveggja hæða hús. Íbúðirnar eru 2ja-4ra herbergja.
Gamli malarvöllurinn er því horfinn og ný byggð komin á hluta svæðsins.