Í gær, sunnudaginn 1. ágúst fóru alls 1443 bílar í gegnum Múlagöng við Ólafsfjörð. Aðeins færri fóru á laugardaginn 31. júlí, en þá fóru 1232 bílar í gegnum göngin. Mest fóru 38 bílar í gegn á tíu mínútna kafla frá kl. 13:40.
Yfir 200 bílar fóru í gegnum göngin frá kl. 13:00-14:00 sunnudaginn 1. ágúst með tilheyrandi álagi.
Samkvæmt norskum stöðlum þá eiga einbreið göng, með útskotum, að geta annað allt að 1000 bílum á sólarhring en það merkir að stærsta klst. sé u.þ.b. 100 bílar á klst.
Svipaðar umferðartölur voru í Héðinsfjarðargöngum en í gær 1. ágúst fóru 1507 bílar í gegn og á laugardag fóru 1293 bílar. Héðinsfjarðargöng sem eru með tvær akreinar anna þessum umferðarfjölda vel, annað en einbreiðu Múlagöngin.