Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 144. sinn þann 17. júní síðastliðinn við hátíðlega athöfn í Íþróttahöllinni á Akureyri.Alls voru 143 stúdentar brautskráðir.

Dúx skólans er Max Forster sem brautskráðist af náttúrufræðibraut með meðaleinkunnina 9,83. Semidúxar voru tvö, þau Magnús Máni Sigurgeirsson og Vilborg Líf Eyjólfsdóttir með 9,57; bæði af raungreina- og tæknibraut. Öll fengu þau fjölda verðlauna og viðurkenninga.

Hæst í 1. bekk voru Kjartan Valur Birgisson 1V og Snædís Hanna Jensdóttir 1U með 9,8

Hæstur í 2. bekk var Árni Stefán Friðriksson 2X með 9,7

Hæstur í 3. bekk var Max Forster 3UV með 9,9

 

Það er löng hefð fyrir því að fulltrúar afmælisárganga komi að brautskráningu og styrkja flest Uglusjóð, hollvinasjóð MA.

Fulltrúi 60 ára stúdenta var Guðmundur Hafsteinn Friðgeirsson

Fulltrúi 50 ára stúdenta var Steinunn H. Hafstað

Fulltrúi 40 ára stúdenta var Unnur Birna Karlsdóttir

Fulltrúi 25 ára stúdenta var Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir. Hún tilkynnti einnig um úthlutanir úr Uglusjóði, til þróunarverkefna kennara og til félagslífs og aðstöðu nemenda

Fulltrúi 10 ára stúdenta var Baldur Þór Finnsson

Krista Sól Guðjónsdóttir flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta, hún var forseti skólafélagsins Hugins sem stýrði félagslífi nemenda í vetur.

Að lokinni athöfn var haldið í MA þar sem myndir af árganginum og einstökum bekkjum voru teknar.

 

Eftirtaldir nemendur fengu verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur:

Alex Rúnar Pálsson: Hjaltalínsverðlaun fyrir samanlagðan árangur í íslensku og enskuAskur Freyr Andrason: Ágætiseinkunn

Ágúst Ívar Árnason: Ágætiseinkunn

Birkir Snær Axelsson: Eðlisfræði og stærðfræði. Birkir fékk einnig viðurkenningu fyrir óaðfinnanlega skólasókn

Elenóra Mist Jónsdóttir: Ágætiseinkunn

Elísa Dröfn Kristjánsdóttir: Líffræði

Eva Lind Stefánsdóttir: Sviðslistagreinar

Dagný Rós Gunnsteinsdóttir: Heimspeki

Hallfríður Anna Benediktsdóttir: Ágætiseinkunn

Krista Sól Guðjónsdóttir: Viðurkenning frá skólanum fyrir trausta forystu og stjórn í félagsmálum

Magnús Máni Sigurgeirsson: Eðlisfræði, íslenska, stærðfræði og þýska og Hvatningarverðlaun Menntaskólans á Akureyri

Martha Josefine Mekkín Kristensen: Enska, saga og sálfræði

Max Forster: Danska, efnafræði, íslenska, Raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík og gullugla MA fyrir hæstu einkunn

Selma Sól Ómarsdóttir: Saga

Sigrún Sóley Þrastardóttir: Franska

Sigurlaug Anna Sveinsdóttir: Hvatningarverðlaun Menntaskólans á Akureyri

Steinunn Svanhildur Heimisdóttir: Félagsfræði

Stormur Thoroddsen: Sviðslistagreinar

Thelma Sól Gröndal: Heilsu- og lífsstílsáfangar

Vilborg Líf Eyjólfsdóttir: Stjörnu-Odda verðlaunin (fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum og Menntaverðlaun Háskóla Íslands