Íbúar Fjallabyggðar geta nú kosið um 14 verkefni til að fegra Fjallabyggð. Níu verkefni eru í Ólafsfirði og fimm á Siglufirði.
Íbúakosningin Fegrum Fjallabyggð fer fram dagana 13. – 27. mars. Allir íbúar Fjallabyggðar sem eru 15 ára á árinu og eldri geta tekið þátt með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Áætlaðar eru 10 milljónir í verkefni í Ólafsfirði og 10 milljónir á Siglufirði.
Fegrum Fjallabyggð er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri verkefna í nærumhverfi íbúa í Fjallabyggð. Verkefnið hefst í janúar 2023 og lýkur að hausti 2024. Markmiðið er að virkja almenning til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku.
Verkefnin eru:
Siglufirði:
Útivistarsvæði sunnan við púttvöllinn á Siglufirði – 5 milljónir
Bæta leiksvæðin við Fossveg og Laugarveg á Siglufirði – 5 milljónir
Meistaraflokksmörk fyrir fótbolta suður á Hóli – 1 milljón
Hundasvæði Siglufirði – 3 milljónir
Lítil bátabryggja og aðgangi að Langeyrartjörn Siglufirði – 5 milljónir
Ólafsfirði:
Laga leiksvæði milli Vesturgötu og Kirkjuvegar Ólafsfirði: 2,5 milljónir
Flokkunarstöð fyrir ferðafólk Ólafsfirði – 1 milljón
Upplýsingaskilti við Ólafsfjarðarhöfn – 4 milljónir
Göngustígar meðfram Ósnum Ólafsfirði – 6 milljónir
Minigolfvöllur við Tjaldsvæðið Ólafsfirði – 5 milljónir
Afgirt hundasvæði Ólafsfirði – 3 milljónir
Aparóla neðst á Gullatúni hjá tjaldsvæðinu Ólafsfirði – 3,5 milljónir
Frisbígolfvöllur Ólafsfirði -2,5 milljónir
Útiæfingasvæði hjá Íþróttamiðstöðinni Ólafsfirði – 5 milljónir.
Kjóstu hér: