Þetta sumarið störfuðu 14 manns á Síldarminjasafninu á Siglufirði, sem allflestir sinntu gestamóttöku og leiðsögnum um sýningar safnsins, en einnig bátasmíði, bryggjusmíði, rannsóknum, skráningu safnkosts, viðhaldi á sýningum safnsins og svona mætti áfram telja. Já, vinnan á safninu er fjölbreytt.
Efri röð frá vinstri: Víkingur Ólfjörð Daníelsson, Einar Jóhann Lárusson, Hrafn Örlygsson, Úlfrún Kristínudóttir, Daníel Pétur Daníelsson.
Neðri röð frá vinstri: Sigríður Birta Skarphéðinsdóttir, Rena Rasouli, Tinna Hjaltadóttir, Edda Björk Jónsdóttir, Lísa Margrét Gunnarsdóttir, Alexandros Rasoulis, Anita Elefsen & Hildur Örlygsdóttir. Á myndina vantar Brand Loka Gunnarsson.