Það er mikil gróska í íþróttafélögum í Fjallabyggð, en alls eru 14 félög með aðild að UÍF, Ungmenna- og Íþróttasambandi Fjallabyggðar. Í Fjallabyggð hefur íbúafjöldinn verið tæplega 2000 manns síðustu árin. Aðeins tvö félög af þessum 14 eru sameinuð íþróttafélög sem urðu til eftir sameiningu sveitarfélagsins. Þetta eru Blakfélag Fjallabyggðar (BF) og Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF). Enn eru tvö skíðafélög, tveir golfklúbbar, tvö hestamannafélög og einnig nokkur félög sem kennd eru við gömlu kaupstaðina, Siglufjörð og Ólafsfjörð.  Það er í raun ótrúlegt úrval fyrir þá sem stunda íþróttir í Fjallabyggð,  þótt aðstaðan sé kannski ekki sú besta eins og í knattspyrnunni. En þar er erfitt að stunda æfingar allt árið.

Kosinn er íþróttamaður ársins hvert ár í Fjallabyggð og hefur skíðafólk skorað þar hátt frá árinu 2011 en í 7 skipti af síðustu 12 kjörum hefur framúrskarandi skíðamaður eða kona verið valin. Aðeins einu sinni hefur knattspyrnumaður verið valinn frá árinu 2011. Þá hafa aðeins 5 aðilar verið tilnefndir frá árinu 2011, en Sævar Birgisson var valinn fjögur ár í röð og Elsa G. Jónsdóttir var valin þrjú ári í röð. Undanfarin tvö ár hefur Hilmar Símonarson skarað framúr í Kraftlyftingum og hlotið tililinn 2021 og 2022. Vegna Covid var svo enginn valinn árið 2020. Það er því spennandi að sjá hverjir verða tilnefndir í ár.

Íþróttamenn ársins frá stofnun UÍF
2022 Hilmar Símonarson, kraftlyftingar
2021 Hilmar Símonarson, kraftlyftingar
2020 COVID
2019 Grétar Áki Bergsson, knattspyrna
2018 Elsa Guðrún Jónsdóttir, skíðaganga
2017 Elsa Guðrún Jónsdóttir, skíðaganga
2016 Elsa Guðrún Jónsdóttir, skíðaganga
2015 Finnur I Sölvason, knapi
2014 Sævar Birgisson, skíðaganga
2013 Sævar Birgisson, skíðaganga
2012 Sævar Birgisson, skíðaganga
2011 Sævar Birgisson, skíðaganga

Veljum íþróttir í Fjallabyggð. Nóg er úrvalið allt árið.