Það er ótrúlega fjölbreytt dagskrá í allt sumar og fram á haust í Fjallabyggð. Nánast um hverja helgi í sumar er hátíð eða viðburður. Nýverið lauk fyrstu hátíð sumarsins þegar Sjómannadagshelgin var haldin í Fjallabyggð. Næsti viðburður er 17. júní hátíðin. Frá 18.-21. júní verða haldnir Hinsegin dagar á Norðurlandi en í Fjallabyggð er það 21. júní.  Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið 27.-29. júní og má búast við fjölmenni þá daga í Fjallabyggð.

Þjóðlagahátíðin er á sínum stað í júlí en hún verður 2.-6. júlí.  Frjó listahátíð tekur við frá 11.-13. júlí.  Sápuboltinn sívinsæli verður 19.-20. júlí í Ólafsfirði. Trilludagar fara fram 26. júlí á Siglufirði.

Í lok júlí og byrjun ágúst er það Síldarævintýrið frá 31. júlí-3. ágúst. Myndasöguhátíð verður haldin 15.-17. ágúst á Siglufirði.  Fjarðarhlaupið fer fram 16. ágúst í Ólafsfirði.  Tónlistarhátíðin Berjadagar fara svo fram 29.-30. ágúst í Ólafsfirði.

Í september er það Fjarðarhjólið sem fer fram 6. september í Ólafsfirði. Ljóðahátíðin Haustglæður hefst svo í september og stendur fram í desember með reglulegum viðburðum.

Fleiri íþróttaviðburðir verða einnig í sumar eins og golfmót og knattspyrnuleikir svo eitthvað sé nefnt.

Skoðaðu vel dagskránna og planaðu ferðina til Fjallabyggð tímanlega. Fjölmargir gistimöguleikar eru á svæðinu eins og tjaldsvæði, hótel, gistiheimili, AirBnB og fleira.

Velkomin til Fjallabyggðar í allt sumar.