Umferðaaukning í Vaðlaheiðargöngum í júní var 14% á milli ára. Meðalumferð á dag sem af er árinu er 1.415 ferðir á dag en í júní er meðalumferðin um 2.372 ferðir á dag. Langmest umferð yfir árið er í júlí mánuði í gegnum göngin en janúar og febrúar eru með lægstu tíðnina frá því að göngin opnuðu.

Eflaust má þakka góðu veðri fyrir mikla umferð í júní á Norður- og Austurlandi. Það verður fróðlegt að sjá hvernig júlí mánuður mun koma út í gögnum.