Í ljós hefur komið að fjárhagsstaða Leikfélags Akureyrar er verri eftir síðasta leikár en vonast var til.
Fjárhagsstaða Leikfélags Akureyrar er slæm eftir síðasta leikár og fyrir liggur að átta prósenta niðurskurður er nauðsynlegur á næsta ári og verður það erfiður rekstur.
Á næsta leikári verða allar sýningar leikfélagsins í húsnæði þess, einnig á að færa miðasöluna úr Hofi í Samkomuhúsið þar sem leikfélagið er til húsa. María fagnar samkeppni á leiklistarsviðinu á Norðurlandi, en segir samvinnu vera nauðsynlega. Hof er nýr samkeppnisaðili á sviði leikhúsmenningar á Norðurlandi.