Blakfélag Fjallabyggðar hélt árlega Siglómótið í blaki um helgina í Fjallabyggð. Til leiks mættu 48 lið, 12 karlalið og 36 kvennalið. Alls voru spilaðir 120 leikir í 8 deildum. Leikið var bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði. Mótið tókst mjög vel eins og undanfarin ár.
BF var með þrjú lið á mótinu, tvö kvennalið og eitt karlalið.
- BF-2 liðið var 1. sætið í 4. deild kvenna.
- BF-1 liðið enduðu í 5. sæti í 1. deild kvenna.
- BF Segull var í 2. sæti í 2. deild karla.
Á laugardagskvöldinu fór fram verðlaunaafhending í Bátahúsi Síldarminjasafnsins og fengu öll lið sem enduðu í þremur efstu sætunum vegleg verðlaun frá Benecta og ChitoCare.
Að lokinni verðlaunaafhendingu fór fram lokahóf á Rauðku sem var algjör negla og mikið fjör fram eftir nóttu þar sem Landabandið spilaði fyrir dansi.
Hægt er að sjá öll úrslit og lokastöðuna í öllum deildum hérna:



