Talsvert minni umferð mældist í nýliðnum júní miðað við það sem búast hefði mátt við, þegar horft er til umferðar það sem af er ári.  Umferðin í júní dróst saman um 12,1% á Norðurlandi miðað við sama mánuð á síðasta ári.  Frá áramótum hefur umferð á Norðurlandi dregist saman um 3,1%.  Helsta ástæða þessa samdráttar er hugsanlega sú að slæm tíð var í upphafi mánaðarins.

Umferð jókst lítillega um Suðurland og í kringum höfuðborgarsvæðið en dróst talsvert saman á öðrum svæðum.  Mest dróst umferð saman um mælisnið á Austurlandi eða um 15,5%, sem telja verður gríðar mikinn samdrátt.   Mesti einstaki samdrátturinn varð um Möðrudalsöræfi en þar mældist tæplega 17% samdráttur.

 

Horfur út árið 2024
Hegði umferðin sér, það sem eftir lifir árs, líkt og í meðalári má búast við tæplega 5% aukningu umferðar núna í ár borið saman við síðasta ár.

 

Vegagerðin greinir frá þessu á vef sínum.

Heimild: Vegagerðin