Alls eru núna 12 í einangrun í Fjallabyggð, þar af 7 á Siglufirði og 5 í Ólafsfirði. Þá eru 7 í sóttkví í Fjallabyggð, þar af 2 á Siglufirði og 5 í Ólafsfirði. Þá eru 33 í einangrun í Dalvíkurbyggð og 24 í sóttkví. Langflest smitin á Norðurlandi eystra eru á Akureyri og einnig eru 84 smit á Húsavík og yfir 100 manns í sóttkví þar. Alls greindust 113 smit á Norðurlandi eystra í gær. Þá eru 869 núna í einangrun á Norðurlandi eystra og 757 í sóttkví.
Heildarfjöldi smita á öllu Norðurlandi er 915 og alls eru 797 í sóttkví. Mun færri smit eru á Norðurlandi vestra en á Norðurlandi eystra.
Þetta kemur fram í tölum frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.