112 dagurinn var haldinn í Grunnskóla Fjallabyggðar síðastliðinn föstudag. Viðbragðsaðilar kíktu í heimsókn, neyðarrýming var framkvæmd í húsnæðinu og stóðu nemendur sig afar vel.

Lögreglan, slökkvilið og björgunarsveitir mættu til leiks með bílana sína, tól og tæki og fengu börnin kynningu á því helsta hjá þeim.

Við Grunnskólann á Siglufirði þá fara börnin í raðir á sparkvellinum eftir að rýmingu lýkur og eru börnin þá talin.

Grunnskóli Fjallabyggðar tók myndir sem fylgja hér fréttinni.