Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, úthlutaði í dag úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2024. Að þessu sinni hljóta 29 verkefni styrk úr sjóðnum, samtals að fjárhæð 538,7 milljónir króna, og dreifast þau um land allt. Meðal styrkja er uppbygging á fuglaskoðunarskýli á Leirutanga á Siglufirði.

Styrkur til þess að byggja fuglaskoðunarskýli á Leirutanga á Siglufirði. Skýlið verður nýr áfangastaður með góðu aðgengi fyrir alla. Svæðið er mjög ríkt af fuglalífi og vill Fjallabyggð reisa byggingu sem ekki einungis ýtir undir þekkingarsköpun og fuglarannsóknir, heldur hefur einnig það mikilvæga hlutverk að vera nýtt kennileiti fyrir Fjallabyggð .þess, m.a. með bættum merkingum. Merkingar verða samkvæmt staðli Vegrúnar.

Verkefnið felst í viðhaldi, stígagerð og bættri upplýsingamiðlun með skiltum til að koma í veg fyrir frekari niðurtroðning á svæðinu. Þannig er stuðlað að verndun náttúru og öryggis gesta. Staðurinn er á áfangastaðaáætlun á svæði þar sem ferðamennska hefur vaxið hvað hægast í landshlutanum.

Stuðlagil og Múlagljúfur hljóta hæstu styrkina í ár 

Tveir hæstu styrkirnir í ár eru að upphæð 90 milljónir króna hvor, og fara þeir annars vegar til áframhaldandi uppbyggingar við Stuðlagil á Austurlandi og hins vegar til uppbyggingar gönguleiðar og áningarstaðar á vegum Sveitarfélagsins Hornafjarðar við Múlagljúfur á Suðurlandi. Þriðji hæsti styrkurinn, rúmar 52 milljónir króna, fer til Vesturlands, þar sem um er að ræða uppbyggingu áningarstaðar með aðgengi fyrir alla við Kúalaug í Reykhólahreppi.

125 umsóknir í ár

Alls bárust að þessu sinni 125 umsóknir um styrki, samtals að fjárhæð rúmlega 2,9 milljarðar kr. , til verkefna að heildarfjárhæð rúmlega 4 milljarðar kr. Af innsendum umsóknum voru 31 ekki taldar uppfylla formkröfur sjóðsins eða falla utan verksviðs hans, skv. lögum nr. 75/2011. Að auki voru fjórar umsóknir dregnar til baka.
Stjórn Framkvæmdasjóðsins lagði til að alls 29 verkefni yrðu styrkt að þessu sinni, samtals að fjárhæð 538.700.000 kr. og féllst ráðherra á tillögur stjórnar og hefur Ferðamálastofu verið falið að ganga til samninga við styrkþega.
Lista yfir verkefnin sem hljóta styrk að þessu sinni má finna hér að neðan. Þá er einnig hlægt að skoða úthlutanir á gagnvirkri kortasjá á eftirfarandi vefslóð:
https://geo.alta.is/fms/uthl24/

Einstaklingar / Landeigendur / Áhugamannafélög / Fyrirtæki:

• Ferðafélagið Hörgur
– Viðhald og varðveisla torfbæjarins að Baugaseli í Barkárdal – Kr. 4.000.000

• Ferðafélag um safn Gísla á Uppsölum
– Uppbygging við Safn Gísla á Uppsölum. Kr. 3.800.000

• Fuglastígur á Norðausturlandi
– Bætt aðgengi að fuglaskoðunarskýli á Skoruvíkurbjargi. Kr. 3.312.592

• Hestamannafélagið Geysir
– Merking reiðleiðar frá Dalakofa að Landmannahelli. Kr. 655.000

• Skógræktarfélag Reykjavíkur
– Mógilsá – Steinn, eystri leið – öryggisaðgerðir og upplýsingar – Kr. 10.213.232

• Icebike Adventures ehf.
– Umbætur í Ölfusdölum – Kr. 6.754.000

• Minjasafn Bustarfelli
– Stækkun bílastæðis, aðgengi fatlaðra og skiltagerð – Kr. 900.000

• Sannir Reykjahlíð ehf.
– Gengið úr leirnum II. – Kr. 30.726.383

• Jökuldalur slf.
– Öryggi og náttúrvernd við Stuðlagil. kr. 90.000.000

• Lukkutangi ehf.
– Lukkutangi-áningarstaður-selafjara við Ytri-Tungu – Kr. 14.000.000

• Margrét Tómasdóttir
– Uppbygging Hvalsness sem ferðamannastaðar – Kr. 5.088.000