Á föstudag hófst Íslandsmót unglinga í TBR húsinu í Reykjavík. Alls eru 11 keppendur frá Tennis- og Badmintonfélagi Siglufjarðar sem taka þátt á mótinu.
Hægt er að fylgjast með úrslitum hér > https://www.tournamentsoftware.com/…/2aac51df-0cd4-4274…
Í dag, sunnudag er keppt í undanúrslitum og úrslitum á mótinu á lokadeginum. TBS á fimm keppendur eða pör í undanúrslitum og þrír keppendur eru komnir í úrslitaleik.  Keppendur hafa staðið sig mjög vel til þessa og eru líklegir til að ná í verðlaun.