Sprengivinna vegna Vaðlaheiðarganga hófst formlega þann 12. júlí þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis, gangsetti fyrstu sprenginguna við gangamunnann Eyjafjarðarmegin í fjarveru innanríksráðherra. Sprengivinna Fnjóskadalsmegin hefst næsta vor og gert er ráð fyrir að göngin verði tilbúin í árslok 2016.  Áætluð umferð um Vaðlaheiðargöng við opnun eru 1.400 bílar á sólarhring.

Vaðlaheiðargöng liggja undir Vaðlaheiði og tengja Eyjafjörð og Fnjóskadal. Miðað við legu Hringvegarins um Víkurskarð styttist leiðin um 16 km. Alþingi samþykkt í júní 2012 heimild fyrir ríkissjóðs að lána Vaðlaheiðargöngum hf. allt að 8,7 milljörðum króna og er félagið sjálft, eignir þess og tekjustreymi af veggjöldum talin vera fullnægjandi trygging fyrir láninu.

Vaðlaheiði
Heimild og mynd: www.innanrikisraduneyti.is