Alls fóru 10 iðkendur frá Tennis- og badmintonfélagi Siglufjarðar (TBS), ásamt þjálfara og fimm foreldrum í keppnisferð til Sollentuna í Svíþjóð um síðustu helgi. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og spiluðu marga hörku leiki og hafa bætt sig mikið.
Þetta var frábær ferð í alla staði og góð reynsla fyrir krakkana samkvæmt upplýsingum frá TBS.
Iðkendur frá Tindastóli og Badmintonfélagi Hafnarfjarðar voru einnig með í för.
Myndir með frétt koma frá TBS.
Gæti verið mynd af 2 manns, people standing, innanhúss og Texti þar sem stendur "RSL RSL"