Gömul grein frá 1. maí 1939.
Ef maður athugar lifnaðarhætti æskulýðsins hér á Siglfirði, þá verður maður, því miður, að viðurkenna að hann stendur ekki á sérlega háu menningarstigi, og að sáralítið hefir verið gert til að bæta úr því ástandi. Að vísu eru hér skíðafélög og önnur iþróttafélög, sem vitanlega hafa unnið þarft verk á sínu sviði, eins og sést á afrekum siglfirzkra skíðamanna.
Hér hefir, að minnsta kosti nú á seinni árum, ekki verið neinn sá félagsskapur, sem hefir haft það sem aðalverkefni að þroska með æskulýðnum alhliða andlega menningu. Mikill þorri unglinga þessa bæjar elst upp í algeru hugsunarleysi um öll þau alvarlegustu mál, sem
eru á dagskrá meðal þjóðarinnar, og er yfirleift fremur fákunnandi um flest það, sem nefnt er andleg verðmæti.
Þetta er stórhættulegt fyrir velferð þjóðarinnar i framtíðinni, því að það fólk, sem lítið hefir hugsað um að auka þekkingu sína á félagsmálum og almennri siðmenningu, er aldrei nógu vel á verði, þegar fasisminn kemurmeð sitt takmarkalausa og ósvífna lýðskrum. Nú hefir frjálslyndasti og framsýnasti hluti íslenzks æskulýðs hafist handa um stofnun æskulýðssambands, sem hefir það markmið að ala unga fólkið upp í anda frelsis og sósíalisma. Þeim hefir verið það ljóst, að það væri ófyrirgefanleg vanræksla, að láta reka
á reiðanum um framtíð æskunnar, heldur yrði að fylkja henni saman og vekja hana til meðvitundar um mátt sinn og rétt.
Æskulýðsfylkingin var stofnuð á síðastliðnu hausti, og á sér því ekki langa sögu. En á þessum stutta tíma hefir mikið áunnizt. í Reykjavík og á Akureyri eru þegar allstór félög, sem láta mikið til sín taka og eru í örum vexti.
Hér á Siglufirði var Æskulýðsfylkingin stofnuð fyrir fáum dögum. Stofnendur voru um 50.
Hvað framtíðarstarfseminni viðvikur, þá mun fyrst og fremst í vor og sumar aðaláherzlan verða lögð á skemmtilegt útilíf, farið í lengri og skemmri ferðalög, svo
oft sem auðið er, helzt um hverja helgi. Á þessum ferðalögum mun
svo verða séð fyrir skemmtiatriðum eftir föngum. í haust mun svo aðalstarfsemin
hefjast með fræðandi og skemmtilegum fundum og starfshópum, þar sem þeir, er áhuga hafa fyrir einhverju sérstöku verkefni, slá sér saman og vinna sameiginlega að sínu áhugamáli. í Reykjavík hafa þessir starfshópar lánast vel, og tel eg engan vafa á, að svo
muni eins verða hér. Af þessum starfshópum má nefna t. d.: Málfundaklúbb, saumaklúbb fyrir kvenfólkið, tungumálahópa, námshópa um sögu o.fl., leikhóp, taflhóp, danshop o. fl. o. fl.
Siglfirzkt æskufólk! Kynnið ykkur starfsemi Æskulýðsfylkingarinnar! Fjölmennið á næsta fund og gerist meðlimir! Sýnið að þið kunnið að starfa saman og getið skapað heilbrigt og skemmtilegt félagslíf.
Sigtr. Helgason.