1-1-2 dagurinn er næstkomandi laugardag, 11. febrúar. Dagurinn í ár ber yfirskriftina „Hvað get ég gert?“ Með yfirskriftinni er ætlunin að vekja fólk til umhugsunar um það hvernig það getur brugðist við þegar neyðarástand skapast.
Viðbragðsaðilar í Fjallabyggð, Björgunarsveitin Strákar, Björgunarsveitin Tindur, Slökkvilið Fjallabyggðar, sjúkraflutningar HSN í Fjallabyggð og lögreglan á Tröllaskaga ætla að taka þátt í deginum og bjóða gestum að kynna sér tækjabúnað og starfsemi sína.
Á Siglufirði verður boðið í heimsókn í húsi Björgunarsveitarinnar Stráka að Tjarnargötu 18 á milli klukkan 14-16.
Í Ólafsfirði verður boðið í heimsókn í húsi Slökkviliðs Fjallabyggðar að Strandgötu 20 á milli klukkan 14-16.