Yngri flokkar KF léku í vikunni

Yngri flokkar karla- og kvennaliða Knattspyrnufélags Fjallabyggðar léku nokkra leiki í vikunni. Í 5. flokki kvenna B-liða léku KF/Dalvík og KA-2 á Ólafsfjarðarvelli síðastliðinn þriðjudag, lokatölur þar 2-2, var það fyrsta stig KF/Dalvík í þremur leikjum. Liðið lék svo gegn KA á fimmtudag á KA-velli, lokatölur þar 4-0 fyrir KA.

4. flokkur KF/Dalvík karla A-liða lék á Húsavíkurvelli gegn Völsungi, leikurinn fór fram á fimmtudaginn, og urðu lokatölur 11-1 fyrir heimamönnum. Staðan var 6-1 í hálfleik og mark KF/Dalvíkur gerði Sveinn Margeir Hauksson. Lið KF/Dalvíkur er án stiga eftir 2 leiki.

5. flokkur karla KF/Dalvík A-lið lék gegn Völsungi á Húsavík á miðvikudag, og unnu þeir stórsigur, 2-12 á Húsavíkurvelli, staðan var 2-10 í hálfleik fyrir KF.

5. flokkur KF/Dalvíkur A-liða kvenna lék á KA-vellinum á fimmtudag gegn KA. Staðan var 2-2 í hálfleik og lokatölur urðu 4-3 fyrir heimamenn.  KF/Dalvík er án stiga eftir 3 leiki.