Yngri flokkar KF og KF/Dalvíkur eru nú á Króksmótinu á Sauðárkróki sem fram fer um helgina fyrir 6.-7. flokk drengja. KF sendir tvö lið í 7. flokki og KF/Dalvík sendir 4 lið í 6. flokki undir sameiginlegum merkjum liðanna. Mótið er hugsað fyrst og fremst til að æfa börnin í að taka þátt í móti og gista og styrkja félagsleg tengsl. Flest liðin léku 4 leiki í dag og fá álíka marga leiki á morgun, og einnig verður keppt í úrslitum. Börnin gista inn í skólum og foreldrar á tjaldsvæðum í kring, en nokkur nokkur lið eru í hverri skólastofu og allir þátttakendur mjög spenntir fyrir gistingunni.
Fínasta veður hefur verið í dag á meðan leikjunum stóð, hiti um 12°-14° í dag og hægur vindur.
KF liðið í 7. flokki í riðli Hólar-A vann 3 leiki og tapaði einum í dag og leikur fleiri leiki á morgun.
KF liðið í 7. flokki í riðli Hofsós-A vann líka 3 leiki og tapaði einum í dag en þetta lið er í 8 liða riðli og leikur fleiri leiki á morgun.
KF/Dalvík í 6. flokki í riðli Málmey-A gekk best í dag og vann 4 leiki og tapaði engum. Liðið er í 8 liða riðli.
KF/Dalvík í 6.flokki í riðli Þórðarhöfði-A vann 1 leik og tapaði 3 í dag og leikur fleiri leiki á morgun.
KF/Dalvík í 6. flokki í riðli Molduxi-A vann 2 leiki, gerði 1 jafntefli og tapaði einum í dag.
KF/Dalvík í 6. flokki í riðli Lundey-B gekk einnig ljómandi vel og vann 3 leiki og gerði 1 jafntefli í dag.
Í kvöld er svo kvöldskemmtun í íþróttahúsinu, en fjölmörg lið fóru líka í sundferð í dag eftir að leikjum lauk.
Myndir dagsins eru frá leik Þróttar og KF í 7. flokki Hólar-A en KF vann leikinn 0-2 eftir að hafa náð tveimur mörkum inn í síðari hálfleik þegar skammt var eftir af leiknum, í annars jöfnum leik.