Yfirlýsing frá Sjómannafélagi Eyjafjarðar og Sjómannafélaginu Jötni

Í fréttum undanfarna daga hafa komið fram mjög alvarlegar ásakanir á hendur stjórnendum Sjómannafélags Íslands um óheiðarlega framkomu og falsanir á fundargerðarbók sjómannafélagsins. Ásakanir þessar hafa komið fram í tengslum við fyrirhugað mótframboð til stjórnar félagsins í tengslum við aðalfund þess sem fram fer á milli jóla og nýárs. Þessar ásakanir telja stjórnendur Sjómannafélags Eyjafjarðar og Sjómannafélagsins Jötuns svo alvarlegar að við því verði að bregðast.

Þar sem ofangreind félög hafa verið í sameiningarviðræðum við Sjómannafélag Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og Sjómannafélag Hafnarfjarðar er það mat stjórnenda þessara félaga að ekki verði lengra farið og draga sig því út úr þessum sameiningarviðræðum félaganna.

Fyrir hönd félaganna:

Konráð Alfreðsson formaður
Sjómannafélags Eyjafjarðar

Þorsteinn Guðmundsson formaður
Sjómannafélagsins Jötuns