Yfir hálfur milljarður í Bæjarbryggjuna á Siglufirði

Fjölmenni var í gær við vígslu á Bæjarbryggjunni á Siglufirði. Meðal hátíðargesta voru Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra og Kristján L. Möller, þingmaður. Heildarkostnaður við þessa miklu framkvæmd er ríflega 550 m.kr. Hafnarbótasjóður styrkir byggingarhluta verkefnisins um 75% og dýpkunarhluta um 60%. Hlutur Fjallabyggðar er um 150 m.kr. og Hafnarbótasjóðs um 400 m.kr. Nýja Bæjarbryggjan mun mæta þörfum útgerða í Fjallabyggð ásamt skipum annarra útgerða. Einnig er hægt að taka á móti stærri skemmtiferða- og flutningaskipum.

Framkvæmdir hófust í febrúar 2016 við fyllingu og niðurrekstur á stálþili, sem er 227 metra langt. Annar viðlegukanturinn er 155 metra langur og hinn er um 60 metrar. Þá var innsiglingin að Siglufjarðarhöfn og einnig hluti hafnarinnar dýpkuð niður í  9,0 metra dýpi. Eftir er að steypa þekju á höfnina, en það verður framkvæmt næsta vor eftir að fyllingin hefur sigið.

Gamli viðlegukannturinn var orðinn sundurryðgaður og ónýtur og því var þessi framkvæmd löngu tímabær.

29736090420_719726ffd4_z 29403504423_72ff96d55b_z 30030162725_a838b860d4_z 29403489383_9d0703b0cb_z 29996102156_d47e01b035_z