Yfir 900 manns á skíðum á Siglufirði í dag

Fjöldi manns var á skíðum í Skarðsdal á Siglufirði í dag, en þar var meðal annars Stubbamót fyrir börn á aldrinum 5-8 ára og stórsvigsæfing. Rúmlega 40 börn voru skráð til leiks á Stubbamótinu og voru gestir skíðasvæðisins yfir 900 talsins.

Það voru hitatölur í allan dag á Siglufirði, en hitinn kl. 5:00 í nótt var 12.1 ° og á hádegi var 5,7° hiti. Óvenjulega heitt miðað við árstíma og fallegt veður í Fjallabyggð í dag.

Myndir með fréttinni eru frá Hrólfi Baldurssyni, og eru birtar með hans leyfi.

Myndir: Hrólfur Baldursson.