Veruleg aukning hefur verið á milli júní mánuða á Tjaldsvæði Fjallabyggðar í Ólafsfirði þegar bornar eru saman gestakomur í júní 2024 og og júní 2025. Aukningin er um 67,5% en í júní 2024 voru aðeins 243 gestakomur en í júní 2025 voru 407 gestakomur.
Þá var 44,3% aukning í gistinóttum á milli júní 2024 og júní 2025. Alls voru 313 gistinætur í júní 2024 en í júní 2025 voru þær 452.
Veður, aðstæður og fleira skipar stóran þátt í fjölda heimsókna á tjaldsvæðum. Í byrjun júní árið 2024 var snjór á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði og hefur það klárlega áhrif á heimsóknir.