Yfir 400 með Covid á Norðurlandi

Alls eru núna 401 í einangrun með covid á öllu Norðurlandi, þar af 324 á Norðurlandi eystra. Þá eru 961 komnir í sóttkví á Norðurlandi, þar af 876 á Norðurlandi eystra.

Þá eru 32 á sjúkrahúsi og 3 á gjörgæslu. Alls voru 1302 smit innanlands í gær og 88 á landamærum.

Á vef Dalvíkurbyggðar kemur fram að 21 sé í einangrun og 74 í sóttkví í sveitarfélaginu.